þriðjudagur, júní 22, 2004

Backbeat the word is on the street
that the fire in your heart is out
I´m sure you heard it all before
but you never really had a doubt
I don´t believe that anybody
Feels the way I do about you now...


Ég held því fram enn og aftur að rás2 er alveg magnified útvarpsstöð. Hver gullmolinn á fætur öðrum.

Ég er þreytt... af því að í gær þá fór ég í lónið tvisvar. Ég eyddi samtals 5 klukkustundum í gær í lóninu, enda er hárið á mér líka skemmtilega furðulegt í laginu. Það er svoldið eins og ég hafi sofnað með gasblöðru á hausnum... Annars þá er lónið MAGNAÐ! aldrei vitað annað eins, komin búningsaðstaða og heitar sturtur, góða gufan komin aftur og allt er gott. Það besta er samt að það er ekki ennþá byrjað að rukka inn svo við erum smá pínulítið að stelast en usss...en samt ekki... eða þið vitið alveg hvað ég meina.

Tell me og Einar Ágúst er í útvarpinu.. það er ekki skrítið að þetta útvarp haldi mér einstökum félagsskap á dauðum punktum í vinnunni. Tell me tell me tell me once tell me twice... ja hér

Er búnað lesa Möltu travel guidinn minn... það er margt einkar áhugavertí honum sko, en ég ætla samt alveg að taka varlega mark á þessari blessuðu bók þar sem ég hef nú séð margt tvísýnt í travel guidum um Ísland. Til dæmis það að íslendingar séu lauslátir ha humm... það var einmitt í lonelyplanet meira að segja held ég.

Annars þá er ég að fara að spila tetrix svo veriði sæl í bili.

kv.
Þuríður (the leadershipsheep)