miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Djöfull er örugglega gaman að vera sóttkví!
Var sko að horfa á ER! þetta var nottla rosalegur þáttur

Það er geysilegur skortur á Íslandi í dag. Skortur á hlutum að gera, ég komst að því í dag.
Var búin í skólanum kl 10 í dag og fór nottla bara heim að sofa eins og heilbrigðum unglingi sæmir. En svo loksins vaknaði ég og reyndi að huxa upp eitthvað að gera... og mig rak bara í rogastans, því ég komst að því að það er nákvæmlega ekkert að gera á Íslandi nú til dags.
Maður er of stór til að fara út og drullumalla, of lítill til að sauma út eða spila bridds, EKKERT að gera fyrir ungt fólk í dag.
Mig vantar eitthvað svona hobby! ...hux hux hux....
Æji, ég sef á þessu. Kannski dreymir mig e-h sniðugt að gera

smus
-Eva