ok fjandinn...
þetta blogg er of flókið fyrir einfaldann persónuleika einsog mig. Héðan í frá læt ég Evu sjá um öll tæknileg mál á þessari síðu. Mér finnst að það eigi að koma að minnsta kosti eitt slúður á dag. Þannig að frá og með deginum í dag byrjum við og það verður eitt slúður á dag. Slúðrin munu aldrei vera neitt illgjörn eða koma fólki persónulega við heldur meira svona slúður almennings... æji ég er að bulla, en allavega ekkert illa meint slúður.
Slúður dagsins er sem sagt að Júróvisjón lagið er víst stolið. Já stolið frá einhverju gömlu bandarísku lagi síðan 1989. Þá er víst vandamál hvort þetta lag verði sent út eða hvað. Krossa putta fyrir Botnleðju og vona innilega að þeir fari. Þó að ekki væri fyrir nema góða landkynningu.
Hvað er samt málið með Eurovision? Rosa flott keppni og allt það, en hvað varð um allan keppnisanda á Íslandi? Hvað varð um sömu stemminguna og var þegar við sendum Gleðibankann og Sókrates út. Er okkur orðið alveg sama? Nú mælist ég til þess að við bætum úr þessu öllu saman og mætum á Júróvisjón diskó í Gamla bænum Mývatnssveit þann 24. Maí og endurvekjum hina alvöru Júróvisjón stemmingu. Syngjum saman Nínu, Gleðibankann og fleiri lög.
bla
-Þurí
þetta blogg er of flókið fyrir einfaldann persónuleika einsog mig. Héðan í frá læt ég Evu sjá um öll tæknileg mál á þessari síðu. Mér finnst að það eigi að koma að minnsta kosti eitt slúður á dag. Þannig að frá og með deginum í dag byrjum við og það verður eitt slúður á dag. Slúðrin munu aldrei vera neitt illgjörn eða koma fólki persónulega við heldur meira svona slúður almennings... æji ég er að bulla, en allavega ekkert illa meint slúður.
Slúður dagsins er sem sagt að Júróvisjón lagið er víst stolið. Já stolið frá einhverju gömlu bandarísku lagi síðan 1989. Þá er víst vandamál hvort þetta lag verði sent út eða hvað. Krossa putta fyrir Botnleðju og vona innilega að þeir fari. Þó að ekki væri fyrir nema góða landkynningu.
Hvað er samt málið með Eurovision? Rosa flott keppni og allt það, en hvað varð um allan keppnisanda á Íslandi? Hvað varð um sömu stemminguna og var þegar við sendum Gleðibankann og Sókrates út. Er okkur orðið alveg sama? Nú mælist ég til þess að við bætum úr þessu öllu saman og mætum á Júróvisjón diskó í Gamla bænum Mývatnssveit þann 24. Maí og endurvekjum hina alvöru Júróvisjón stemmingu. Syngjum saman Nínu, Gleðibankann og fleiri lög.
bla
-Þurí

<< Home