mánudagur, mars 10, 2003

Mánudagur, enn og aftur! Það er miklu oftar mánudagur heldur en laugardagur, afhverju er það???

Gerði ekkert um helgina nema vinna.
Subbulegt Flensborgarball á fimmtudaginn. Guð minn góður hvað krakkar geta verið mikil ógeð. Pissfullar 16 ára gellur vælandi og ælandi. Fólk að ríða í stiganum í fatahenginu... snyrtilegt!!!

Annars held ég að Nasa sé að breytast í homma-klúbb!!! Í alvöru talað. Skjöldur var mættur þarna bæði kvöldin, í hvítum neta/hlírabol... algjör snilld. Svo var eins og helmingur karlmanna þarna inni væru komnir í "hitt liðið", af klæðaburði að dæma.

Annars ætla ég ekki að segja ykkur hvað ég er að fara að gera næsta föstudag. Guð minn góður, ef það verður ekki minn félagslegi dauðdagi þá veit ég ekki hvað!!!!

-Eva