föstudagur, mars 21, 2003

Oj djöfuls viðurstyggð er að vera ung kona í dag. Það er allt svo fucked up!!!
Þetta ætti að vera svona eins og á 18. öld, þegar pabbarnir fundu bara eitthvern gaur og sögðu "jæja, þetta er hann Fróðmundur, þú giftist honum því hann er af Spaulding ættinni" Svo bara giftist maður honum, prumpar út nokkrum krökkum og ekkert mál!!!
En núna... NEI, þetta er bara allt geðveikt vesen!

Ég er að fara á e-h viðurstyggðar "deit" í kvöld... skyldu-deit!
Það vita nottla allir að deit eru bara fyrir ógeðisbörn og Bandaríkjamenn!
Núna þarf ég að fara að pæla í því hverju ég á að vera í... róta í öllum fataskápnum mínum (sem liggur í skipulagðri röð á gólfinu hjá mér) máta allt og vesenast geðveikt. Spá þvílíkt í hvort rassinn á mér sé flottur í þessu og hinu, og hvort brjóstin á mér verði innfallin (sem þau eru venjulega) í hinum og þessum bol... svo er meiköppið og hárið og allt það!
Ég er að spá í að mæta bara nakin, til að mótmæla notkun dýraskinna í föt!

Ég er gersamlega orðin fráhverfa allri rómantík. Um daginn þegar ég tók til fann ég hrúgu af e-h viðbjóðslegum tuskudýrum sem e-h fyrrverandi hafa gefið mér í gegnum árin. Bleikan kanínubangsa sem hélt á hjarta sem stóð í I love you, rauðan bangsa sem stóð á would you be my Valentine og hrúgu af e-h hjartalöguðum púðum og öðru drasli sem gerir ekkert annað en að safna í sig ryki!
Það ætti að banna það með lögum að gefa stelpum heimskulega og tilgangslausa bangsa og þvíumlíka ógeðishluti!!! Gefa manni frekar peninginn!!!!

jæja, ég verð að fara að þrífa mig undir handakrikunum fyirr kvöldið
...ses
-Eva