föstudagur, apríl 18, 2003

Ja hérna... gott kvöld.. þetta virðist ekkert ganga nema ég heldi skrifunum við...

allavega... dvöl mín í norðurlandinu...

það sem ég gerði var:

- bíða helling eftir Stefáni og Halldóru... þau er jú snillingar í þessu, þau segja alltaf:,, já Þurí við erum alveg að koma" og ég segi já og held áfram að bíða, en svo einhvern veginn þá líða margir klukkutímar og þau eru alltaf jafn mikið á leiðinni út úr dyrunum... Þetta getur bæði verið góður og slæmur kostur...

- Ég hlustaði á Stefán tala í símann... ef svo skemmtilega vill til að einhver hjá Íslandssíma (og vodafone) les þetta blogg... þá væri ágætt ef sá hinn sami léti loka símanum hans Stefáns, því það hlýtur að vera óhollt að tala svona mikið í símann

- Ég fór í 17 júní leikinn í Austurhlíð við miklar og góðar undirtektir. Þó var stóð leikurinn stutt yfir því hann fór svo illa í fólk.

- Fór í fyrsta skipti í Sjallann!!! fæ pottþétt fashion point fyrir það. Nema hvað... Hins stórbæra hljómsveit Douglas Wilson ásamt hinni frákostlegu 17 vélum voru að spila og ætli það hafi ekki verið einhversstaðar í kringum 40 manns á ballinu. Þetta var hrikalegt.. reyndar áttum við dansgólfið og það var hörkustuð. Þannig að við biðum bara eftir að Douglas Wilson voru búnir að spila og skelltum okkur svo á Amour, þar sem ég hitti fjöldan allan af yndislegu fólki sem ég hef hvorki hitt né heyrt frá alltof lengi. Við ætluðum í karokí.... en það var búið að loka, því miður.

- Fékk Brynju í ís fyrsta skipti. Að hugsa sér, hversu oft ég hef farið til Akureyrar og aldrei fengið Brynju ís... það er rosalegt... alveg svakalegt...

- Svo horfðum við aftur á söngvakeppnina, en úrslitin breyttust ekki neitt :(

- Að lokum má nefna að ég lék stórt hlutverk í sögu. Þar lék ég Ólöfu Ólívu og hún sagði bara Rút Rút.

Síðan ég kom heim þá er ég búin að vera að læra og í fermingarundirbúningi dauðans... god help me! En núna atla ég að fara að horfa á Mary Poppins... hún lagar alltaf allt... A full spoon of sugar makes the medicine go down.....

kv.
-Þurí