föstudagur, apríl 11, 2003

Jájájá... framhjáhald er atferli satans!!! Sammála því!

Annars vil ég bara óska öllum ljósabekkjabrúnu, aflituðu, mössuðu, eigendum gulra Honda Civic m/ spoilerkitti og keilum, fm-hnökkunum og öðrum til hamingju með daginn!!!! Are you ready... louder.... faster... Scooter!!!!!!!!
Sjálf er ég furðu róleg þrátt fyrir komu þessara "listamanna" hingað til lands. Ég fer víst ekki á neina dúndur hljómleika í kveld, fjárhagurinn er heldur slæmur þessa stundina. Ég er eiginlega of fátæk til að geta verið Scooter fan! Ég tók mig nebbla til og reiknaði kostnaðinn við tónleika sem þessa. (þas ef það á að gera þetta með pompi og pragt)

- miði...................4.000
- 1gr. af kóki........15.000
- ella....................2.000 (+/- aukabirgðir)
- aflitun................5.000
- ljósakort..............5.000
- netabolur............3.000
______________________
-samtals.............34.000

Og þetta er bara svona lauslega reiknað... svo bætist ýmislegt við á listann eftir því hversu harður fan þú ert.
Það er reyndar einn kostur við þetta. Lítill áfengiskostnaður! Bara vatnsþamb!!!

Vegna áðurnefndrar ástæðu verð ég því að vinna í kvöld! Jæja, ég fæ allavega að joina þessu liði eftir tónleikana... gleði!

-Eva