mánudagur, apríl 28, 2003

Stærðfræði... verkfæri satans!!!
Ég tel mig kunna alveg helvíti mikið í stærðfræði. Veit að ef Baldur á 5 epli og gefur Kristínu hálft þá á hann 4 og hálft epli eftir. Kann margföldunartöfluna, kann að finna meðaltal og reikna hvað ég á að fá útborgað um næstu máðamót. Og ég er sátt!
En hvað græði ég á því að kunna meðalfrávik, staðalfrávik, vita hvað Z-tafla er eða kunna Tvíliðaformúluna eða formúlu Spearman og Pearson??? Nákvæmlega ekkert!
...og nei ég er ekkert bitur yfir því hvað mér gekk illa í stærðfræðiprófinu í morgun ef þið haldið það.

Annars spái ég því að alheimurinn muni farast eigi síður en á næstu 4 dægrum. Takk fyrir samveruna.

-Eva