fimmtudagur, maí 29, 2003

Ja hérna hér... nú eru hreinlega ár og dagar síðan við höfum látið vita af okkur.

Allavega þá er ég að vinna í lobbýinu núna og það er nú aldeilis frábært tækifæri til þess að blogga smá. Hér er alveg frábært og mjög frambærilegt fólk að vinna. Þau eru skemmtileg og það er gaman að skemmta sér með þeim. Í gær kom ég frá Reykjavík þar sem ég var í inntökuprófi í FÍH, það gekk vel vona ég... veit samt ekki hvort ég komst inn :( Allavega... þetta er alveg frábært... við förum aftur heim til Reykjavíkur á sunnudaginn til að fara til útlanda... yndislegt frábært...

kv.
-Eve & Through