miðvikudagur, maí 07, 2003

Jahér! Ég er svo yfir mig stolt af henni Þuríði akkurat núna! Greinilegt að stúlkan hefur haft hugann við námið í upplýsingafræði í vetur, annað en sumir....

Ég og Auður gerðum vísindalega tilraun í dag. Tókum þá ákvörðun að opna ekki bók fyrir enskuprófið og rannsaka hvernig okkur gengi... niðurstaða rannsóknarinnar varð sú að það ætti að vera frjáls mæting í enskutíma. Ég hefði orðið mjög svekkt ef ég hefði eytt tíma mínum í að læra fyrir þetta próf. Þetta var ekkert mál ...eða eins og maður segir á engilsaxneskri tungu; Piece of Cake ;)

Frönskudjöfullinn á Föstudaginn... en það er alltílagi því að "It's nice to be important, but it's more important to be nice!!!"

-Eva