mánudagur, júní 02, 2003

Jaaaíííja!!! Komnar heim úr sveitasælunni. Ég er á leiðinni til Portúgal á morgun, og Þurí til Ítalíu... ahhh... djöfull verðum við brúnar og sætar þegar við komum heim (",)

Við kvöddum sveitina með tárum, við mikla sorg viðstaddra... við vonum að okkar verði saknað. Allavega pínu!
Ég held að það muni taka líkama minn viku að afeitrast eftir dvölina í sveitinni... eins og við erum svo margoft búnar að segja, það er ekkert hægt að gera í Mývatnssveit nema baða sig, r*** og detta íða!!! Hið síðastnefnda hefur verið aðal dægradvöl okkar síðustu vikurnar! Ekki einsog það eigi eftir að fara minnkandi í Portúgal.

Ég er búin að útrétta alveg fullt í dag. Kaupa sólarkrem, fara í bankann og allt þetta sem maður þarf að gera áður en maður kveður sitt ástkæra ylhýra. Jammsss... ég skrifa kannski e-h ef ég kemst í tölvu útí Portúgal...
annars segi ég bara
sólong sökkers....

-Eva