miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Aloha!

gleðin og hamingjan ríkir hér í borg ótta og gleði. (Óttinn er sko við stúdentspróf, mætingareinkunn og leikfimikennarann minn....) Er búnað stunda læknastofur borgarinnar mikið undanfarna daga og er búin að komast að því að ég er svona nokkurn veginn frísk fyrir utan smá svona.. en djöfull erum við búnar að vera slappar!

Fórum báðar norður síðustu helgi, hressar og kátar og hittum fullt af fullu og þrjósku (2faldan vodka í kók) fólki og það var hrikalega gaman. Upp úr krafsinu höfðum við svo tvo kísiliðjuballettkjóla sem við munum örugglega klæðast einhverntímann á næstunni.

Löggan stoppaði mig tvisvar í gær og í bæði skiptin var ég alsaklaus. Þetta þýðir að löggan er búnað stoppa mig sex sinnum á þessu ári að ástæðulausu. Hvað ætli þeir hugsi??? "þarna er blá micra sem kemst ekki hraðar en 70, best að stoppa hana" ég er ekki hress....

Annars hlakka ég bara til sumarsins! Mývatn 2004

kv.
Þurí

ÉG ÞOLI EKKI...
Fólk sem flækir hlutina óþarflega mikið