miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Ja hérna hér...

það er nú bara alveg skemmst frá því að segja að síðastliðinn mánudag fórum við og keyptum þrjá miða á Roskilde festival... ég, Eva og Andri ætlum að skella okkur saman. Það skemmtilega er samt að við erum svo vitlaus að okkur tókst að panta flug einhvern veginn út um allt þannig að við erum með svakalega vitlausum flugvélum á leiðinni út og inn.
Það mun útleggjast svona á mannamáli: Andri fer í flugvél á undan okkur út og ég fer í flugvél áundan Evu og Andra heim. Þannig að Andri er svo heppin að fá að bíða eftir okkur á einhverjum bar í köben, en ég er svo heppin að ég fæ að bíða úti í grasi hjá Leifsstöð.

Við vorum að horfa á vídjó og Eva er sofandi í sófanum, því gæding var að enda. Það er svo mikið að gerast þessa dagana að við hreinlega höldum ekki haus og steinsofum yfir þessu öllu saman.

Stórmerkilegt, sem aldrei fórum við á NK kaffi í hádeginu í gær í þeim tilgangi að reyna að róa taugarnar. Á leið okkar aftur til náms, rétt sluppum við frá ofbeldishneigða borðahreinsinum á stjörnutorgi. Á leið okkar út úr Kringlunni kemur á móti karlmaður á miðjum aldri, í tíu gíra spítthjólastól á 111 kílómetra hraða og var næstum búinn að keyra okkur niður. Við köstuðum okkur með miklum tilþrifum í jörðina til að reyna að bjarga lífi okkar og limum. Þeir sem hafa séð til mannsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík undir eins!

Við mættum líka í leikfimi í þessari viku og leikfimikonan var reið á svip. Svo sagði hún að Eva væri orðin og feit og var að tala um að senda mig til Hveragerðis vegna þessarar átröskunar.. nei djók

Roskilde 2004

heja norge,
Þurí

ÉG ÞOLI EKKI...
...(bíddu Eva er að reyna að ákveða það..)Frekt fólk, taki það til sem eiga það...