þriðjudagur, mars 02, 2004

Djöfulsins, andskotans leti er þetta, fokkitífokk!

Það er allavega saga, ef ekki sögur að segja...

Andri sæti átti afmæli á föstudaginn og bauð að því tilefni til veislu á heimili sínu. Við fórum auðvitað þangað sprækar, en ákváðum fyrst að elda okkur hamborgara og franskar og fá okkur rauðvín, mega soffistikeitit! Það var alveg magnað, við erum meistarakokkar og erum jafnvel að hugsa um að opna veisluþjónustu... En hvað um það. Afmælið var nokkuð magnified, sá stuttu tími sem við vörðum þar því Eva þurfti að fara að vinna og ég þurfti að fara á ball því mig kitlaði í fæturnar að dansa aðeins. Við keyrðum systur hans Andra í eitthvað partý og sóttum svo Grjóna og Jón Atla og fórum öll saman á Nasa. Það var enginn hress nema ég svo enginn dansaði. Ekki einu sinni ég. Næst lá leiðin á Glaumbar þar sem mín gleði endanlega dó og svo fór ég heim. Ekki skemmtilegt það djamm.

Laugardagur var æði. Eva og Andri fengu að spranga eins og kjánar um alla kringlu og ég fékk að fylgja emð. Við vorum nefninlega að taka þátt í að gera stuttmynd. Þau voru að leika í henni og ég var umboðsmaður/hljóðkona/leikkona/set-stýra Gleðinni lauk þó snemma í Kringlunni lauk þó snemma því við vorum ekkert of hress eftir atburði gærkvöldsins.

Afgangur helgarinnar er í einhverri móðu og ég er ekki alveg klár á því hvað gerðist, enda getur það ekki verið merkilegt.

Í gærmorgun fórum ég, Eva og Andri á NK sem aldrei fyrr. Við vorum búin að sitja þar í kannski fimm mínútur þegar gaurinn á næsta borði fór að spjalla við Andra, spyrja í hvaða skóla hann væri, hvað hann ætlaði að gera eftir að skóla lyki og svo framvegis. Á einhverjum tímapunkti samræðnanna spurði kallinn Andra hvort honum væri ekki sama þó hann myndi reyna við kærusturnar hans. Andri var svo skemmtilegur að svara:"jú endilega, ég á tvær, þú mátt velja..." og þá ákvað gaurinn að velja mig (sagði reyndar Evu að hún væri ekki sem verst heldur) og bauð mér til Mílanó, á Edith Piaf sýninguna og að lokum bauð hann mér í sumarbústaðinn sinn sem var neðarlega í biskupstungum. Ég reyndi af fremsta megni að koma honum í skilning um að ég hefði ekki áhuga á honum ogþað endaði með því að hann sagði að ég væri illgjörn, andstyggileg og þunglynd! Þá fór hann að segja okkur að hann væri sko flugmaður og ræðismaður Króatíu á Íslandi, ofan á allt saman var hann nýbúinn að kaupa sér hús í Serbíu. JESUS BOBBY!

Þess má geta að gaurinn var ofurölvi og sennilega búinn að vera það í langan tíma.

Góðar stundir,
Þuríður

ÉG ELSKA...
...rok og rigningu