Föstudagurinn minn....
... var alveg allra óheppnasti föstudagur sem ég hef upplifað hingað til, eiginlega held ég. Ég fór í bæinn með Ölmu um kvöldið að hitta eitthvað lið, þar á meðal Guðna og Konna. Konni var í svo frábærum fíling að honum tókst að hella einu vatnsglasi yfir Guðna og hvítvínsglasi yfir mig. Frábær frændi...
Nema hvað. Ég þurfti nú að taka leigubíl heim, ég var ein og svona og byrjaði á að hringja í 1441 og komst að því að ég átti bara 26 krónur í inneign... stuttu seinna komst ég að því að það kostar bara 4 krónur að panta leigubíl ef maður talar gegt hratt.. nú ég hringdi á leigubíl og hann kom að sækja mig. Kallin var alveg ótrúlega næs og við spjölluðum um allan andskotann. Þegar við vorum komin að Kringlunni þá sprakk dekkið á bílnum. Kallinum fannst það alveg gegt leiðinlegt og pantaði annan bíl fyrir mig. Þá kom annar bíll og ætlaði að keyra mig restina af leiðinni heim, en nei... það sprakk dekk á leigubíl 2 í ártúnsbrekkunni. Ég hélt að ég yrði ekki eldri þannig að ég labbaði bara afgangin heim.
Þegar ég kom heim, eftir mikið labb, voru skórnir mínir eiginlega ónýtir og mér var gegt illt í tánum. Ég opnaði veskið og fór að leita að lyklunum mínum og fann þá ekki. Ég hafði ekki hugmynd um hvar þeir voru... þeir hefðu jafnvel getað verið bara í tjörninni eða eitthvað. En þeir voru nú í jakkavasanum þannig að ég komst inn, fór upp í rúm og steinsofnaði alveg án allra vandræða.
Ónefnd vinkona mín hringdi svo daginn eftir og bað mig um að sækja sig upp á Nordica svo augljóst er að föstudagskvöld hefur verið skrautlegt hjá fleirum en bara mér.
Mamma mín á afmæli í dag... mig vantar mann handa henni.
Eigið góðar stundir,
Þurí
... var alveg allra óheppnasti föstudagur sem ég hef upplifað hingað til, eiginlega held ég. Ég fór í bæinn með Ölmu um kvöldið að hitta eitthvað lið, þar á meðal Guðna og Konna. Konni var í svo frábærum fíling að honum tókst að hella einu vatnsglasi yfir Guðna og hvítvínsglasi yfir mig. Frábær frændi...
Nema hvað. Ég þurfti nú að taka leigubíl heim, ég var ein og svona og byrjaði á að hringja í 1441 og komst að því að ég átti bara 26 krónur í inneign... stuttu seinna komst ég að því að það kostar bara 4 krónur að panta leigubíl ef maður talar gegt hratt.. nú ég hringdi á leigubíl og hann kom að sækja mig. Kallin var alveg ótrúlega næs og við spjölluðum um allan andskotann. Þegar við vorum komin að Kringlunni þá sprakk dekkið á bílnum. Kallinum fannst það alveg gegt leiðinlegt og pantaði annan bíl fyrir mig. Þá kom annar bíll og ætlaði að keyra mig restina af leiðinni heim, en nei... það sprakk dekk á leigubíl 2 í ártúnsbrekkunni. Ég hélt að ég yrði ekki eldri þannig að ég labbaði bara afgangin heim.
Þegar ég kom heim, eftir mikið labb, voru skórnir mínir eiginlega ónýtir og mér var gegt illt í tánum. Ég opnaði veskið og fór að leita að lyklunum mínum og fann þá ekki. Ég hafði ekki hugmynd um hvar þeir voru... þeir hefðu jafnvel getað verið bara í tjörninni eða eitthvað. En þeir voru nú í jakkavasanum þannig að ég komst inn, fór upp í rúm og steinsofnaði alveg án allra vandræða.
Ónefnd vinkona mín hringdi svo daginn eftir og bað mig um að sækja sig upp á Nordica svo augljóst er að föstudagskvöld hefur verið skrautlegt hjá fleirum en bara mér.
Mamma mín á afmæli í dag... mig vantar mann handa henni.
Eigið góðar stundir,
Þurí

<< Home