þriðjudagur, apríl 13, 2004

Hey Mr. DJ put the record on...

Holy crap!!! Hvað er ég búin að koma mér í??? Hérmeð lýsi ég opinberlega yfir lögreglufylgd, vitnavernd, lífvörðum o.s.frv. Ég er officially búin að verða mér úti um stalker! =( Eitthver skaufi sem ég hitti á djamminu á föstudaginn... jújú sætur strákur og allt það, en ég var ekkert að fíla hann (virkaði frekar svona sækó á mig... sem reyndist rétt) Þannig að ég bara svona já ok... ég heyri þá í þér. Ætla svo bara að nota gamla trikkið að svara ekki símanum og leysa málið á skjótan og auðveldan hátt. En NEI! Hann náttla búinn að hringja nonstop, og þá meina ég sko með svona 5 mínútna millibili. Sendandi mér eitthver sms á fullu... haldiði ekki að hann hafi tekið uppá því að hringja heim til mín kl 10 í morgun!!!!!!!!!!! What's up with that??? Bíð bara eftir að hann banki bara uppá hjá mér.... motherfucker! Hvernig kem ég mér í þessi vandræði alltaf????? Spurning um að taka bara upp símann og biðja hann vinsamlegast að láta mig í friði... arg!!!!!!

Annars var helgin bara svona lala... fór eins og fyrr segir á djammið á föstudaginn. Það var skítsæmilegt. Endaði í e-h veseni... piff! Svo var Nasa djamm á sunnudaginn. Það var alveg ágætis, ekkert nein rífandi stemming, en meðan það er fritt áfengi er ég ekki að kvarta. Ég var samt óvenju róleg miðavið fyrri reynslu mína af samkvæmum sem þessum. Tók ekki neinn skandal á þetta eða neitt! ... frekar slöpp sko. Svo var bara farið á djammið... same old bara!

Skóli á morgun... ahh... Ég var ekki einusinni búin að fatta að það væri byrjað páskafrí! En það eru bara 2 dagar eftir :) ... sjitt mar... 2 dagar eftir af ævi minni í Versló...
jæja... ætti maður að fara að gera eitthvað af viti... einsog t.d. dreifa nokkrum jarðsprengjum fyrir utan húsið mitt til að varna stalkerum og öðrum óprúttnum lýð inngöngu!

until later... ef ég verð ekki dáin...
-Eva

ÉG ÞOLI EKKI...
... fólk sem segir pulsa í staðin fyrir pylsa