Mývatnssveitin er æði...
Það er allt að verða snarvitlaust hérna í sveitinni, hótelið næstum fullt og ég er búnað setja met í lausa tvö kvöld í röð, og páskar og allt þannig að það hlýtur að teljast frekar gott. (Þeir sem vita ekki hvað lausa er þá er það fólk sem kemur af götunni í a la carte matseðil.)
Píslargangan var í dag og ég reyndar tók ekki þátt, en ég seldi öllum sem tóku þátt æðislega mikið af bjór. Þannig að ég er sem sagt búnað læra lítið og vinna mikið síðan ég kom.
Á miðvikudaginn fórum ég, Halldóra, Stefán, Þórhalla, Hjalti að djamma á Akureyri, ég man ekki alveg hvernig allt fór, en ég sem sagt komst að því að ég hef óbilandi þráhyggju fyrir hnjám og hef ákveðið að byrja að fara til sálfræðings vegna þess. Fyrirgefðu Halli sem ég þekki ekki neitt.
Hér gráta börn á hægri og vinstri, og fólk hlær æðislega hátt. Margir bretar að tala með æðislega breskum hreim og einn ítali sem lítur út alveg eins og Fabíó.
Mývatnssveit er alveg mismikið æði eftir dögum.
Kv.
Þuríður þjónn
ÉG ÞOLI EKKI...
...Fólk sem vill tala við mig á meðan ég er að þjóna því
Það er allt að verða snarvitlaust hérna í sveitinni, hótelið næstum fullt og ég er búnað setja met í lausa tvö kvöld í röð, og páskar og allt þannig að það hlýtur að teljast frekar gott. (Þeir sem vita ekki hvað lausa er þá er það fólk sem kemur af götunni í a la carte matseðil.)
Píslargangan var í dag og ég reyndar tók ekki þátt, en ég seldi öllum sem tóku þátt æðislega mikið af bjór. Þannig að ég er sem sagt búnað læra lítið og vinna mikið síðan ég kom.
Á miðvikudaginn fórum ég, Halldóra, Stefán, Þórhalla, Hjalti að djamma á Akureyri, ég man ekki alveg hvernig allt fór, en ég sem sagt komst að því að ég hef óbilandi þráhyggju fyrir hnjám og hef ákveðið að byrja að fara til sálfræðings vegna þess. Fyrirgefðu Halli sem ég þekki ekki neitt.
Hér gráta börn á hægri og vinstri, og fólk hlær æðislega hátt. Margir bretar að tala með æðislega breskum hreim og einn ítali sem lítur út alveg eins og Fabíó.
Mývatnssveit er alveg mismikið æði eftir dögum.
Kv.
Þuríður þjónn
ÉG ÞOLI EKKI...
...Fólk sem vill tala við mig á meðan ég er að þjóna því

<< Home