miðvikudagur, maí 26, 2004

Gonna move into the country, and gonna eat a lot of peaches...


Jæja þá erum við stöllurnar mættar í sveitina og núþegar búnar að gera allt vitlaust með ólátum og óforbetranlegri hegðan. Nei... við erum búnar að hegða okkur með prýði og vera sjálfum okkur og aðstandendum okkar til sóma!
Lifrin á mér er enn að vinna úr eitrinu sem ég byrlaði henni á laugardaginn. Ekki bætir úr skák að ég hef viðhaldið áfengisneyslu minni síðan ég kom hingað.
Tókum smá sveitó fíling á þetta í gær og settum niður kartöflur. Mig langar að verða bóndi! Svo tjölduðum við tjaldi útí garði (eða Þurí og Andri tjölduðu því þau eru skátar...)
Núna er Þurí að vinna í lobbýinu en ég virðist ekki vera hæf til vinnu því ég fæ ekki að vinna. Fékk samt leyfi til að tína upp rusl af landareigninni. Gleði!!!
jæja... við vitum að þið saknið okkar öll alveg óheyrilega mikið en þið reynið bara að þrauka þetta.
lifið í lukku en ekki í krukku
-Eva