föstudagur, maí 28, 2004

So you think you can love me and leave me to die

Já já... bara komin með tvær færslur á nokkra klukkustunda fresti... það gerist ekki oft skal ég segja ykkur...

á í erfiðleikum með sjálfa mig akkúrat núna því ég er alveg að sofna, ofnæmið mitt er farið að gera vart við sig og mér er soldið illt í öxlunum. En burtséð frá því er ég búin með öll verkefnin mín sem voru þó ekki mörg, hræðslan er svona að fara eftir því sem allt verður morgunlegra þarna úti. Ég skil ekki hvernig fólk getur unnið svona næturvaktir... mér finnst hundleiðinlegt að vera svona lengi ein! Langamma mín er reyndar með mér en þó aðeins í anda.

Mér finnst leiðinlegt að kveðja ekki fólk svo allir þið sem ég kvaddi ekki áður en ég hélt í sveitina... BÆÓ!

Annars er voða lítið stuð í sveitinni þessa dagana, við erum bra öll eitthvað að vinna og sofa, erum rosa fá komin og erum eiginlega bara að safna orku fyrir sumarið. Samt búin að gera ýmislegt... búnað fara nokkrum sinnum á Zanzi, setja niður kartöflur, viðra tjaldið mitt, fara til Húsavíkur, fara í skoðunarferð og mjög margt sko... Þetta er allt mjög spes. En ég ætla nú að kynna þau sem eru komin fyrir ykkur:

Ég, Eva og Andri
Vel þekkt kvikindi úr Reykjavík, Andri býr í Úthlíð og er kokkur á gamla, Eva býr í Austurhlíð með mér og er vaktstjóri í salnum og ég er lobbýmær

Konni
Frændi, er mjög flókið ættaður. Skemmtilegur og góður strákur sem býr í Reynihlíð en vinnur í Gamla bænum

Hædí
Margir ættu nú að kannast við hana af NK kaffi, hún stendur líka á kaffihúsinu hér og afgreiðir fólk. Hún býr í gamla bænum.

Sigga og Elín
Tvær ungar og skemmtilegar konur, búa saman í sumarhúsinu. Sigga er þjónn á gamla en Elín er lobbýmær eins og ég. Er ekki búnað kynnst þeim vel en það kemur vonandi fljótlega.

Elías
Var hér síðast fyrir tveimur árum síðan. Hann er hálfástralskur og alveg eiturhress. Vinnur í eldhúsinu og deilir herbergi með Andra

Fleiri bara nenni ég ekki að telja upp í augnablikinu.. ég segi betur seinna frá Einari og Þorgerði... ég er þreytt og þetta er leiðinlegt..........

kv.
Þuríður