föstudagur, maí 28, 2004

Þótt þú sért miklu eldri en ég, þá finnst mér þú samt dásamleg

þessi texti vekur alltaf hjá mér mikla kátínu...

Nú sit ég ein í lobbýinu og er á minni fyrstu næturvakt. Pabbi kenndi mér áðan hvernig ég ætti að bregðast við eldi. Þær leiðbeiningar voru: "Það er augljóst á lyktinni ef eldur kemur upp, ef svo er hringdu þá bara í mig." Vó men... og Jesus Bobby! Allir staddir á Zanzibar nema ég og ég vorkenni sjálfri mér óskaplega. Er búnað plana mikla skipulagningu og skúringar í nótt. Hvað get eg annað gert? Ég er hrædd...

Skrapp annars til menningarbæjarins húsavíkur í dag eftir vinnu... svona til að sækja símaskránna, fara í hreinsunina og bankann og gera svona hluti sem maður gerir á Húsavík. Hædí fann einhverja fallega karlmenn þarna en þeir fóru alveg framhjá mér. Jæja, best að gera ekkert.

Kv.
Þuríður

p.s.
mamma segir að þið eigið að kalla mig Þuríði