Nei nei, ekki um jólin
Ja hérna hér... ég vaknaði með einstaklega skrítinn verk í maganum í morgun, það var svona sambland af svengd, pirringi þreytu og svona trega einhvers konar. Ég held að ég sé í ástarsorg, sem er samt ekki ástarsorg heldur meira svona saknaðarsorg, ég sakna alls svo ótrúlega mikið, kannski er það bara af því ég veit að ég á ekkert eftir að vera í Reykjavík næsta vetur. Ég sakna meira að segja Evu og við búum saman. Ég er sorgmædd og alveg hundleiðinleg. En í dag er ég samt glöð. Ég er glöð af því að:
- Ég fær bráðum nýja skyrtu til að vinna í og þarf ekki að líta út eins og útkeyrð kona sem var upp á sitt besta 1940.
- Ég fékk ferskjujógúrt í morgunmat
- Ég er búnað finna bók að lesa
- Rigningin er svo yndisleg
- Og sundlaugin er búin að opna
Eva vinnur eins og berserkur í gamla bænum enda vantar okkur óhreinatauskörfu, ég er búnað þurfa að þvo 2 þvottavélar síðan við komum til þess að þetta fari ekki útum allt.
Annars þá hef ég hugsað mér að hætta þessum skrifum í dag og halda áfram að lesa bókina mína.
kv.
Þuríður lobbímær
Ja hérna hér... ég vaknaði með einstaklega skrítinn verk í maganum í morgun, það var svona sambland af svengd, pirringi þreytu og svona trega einhvers konar. Ég held að ég sé í ástarsorg, sem er samt ekki ástarsorg heldur meira svona saknaðarsorg, ég sakna alls svo ótrúlega mikið, kannski er það bara af því ég veit að ég á ekkert eftir að vera í Reykjavík næsta vetur. Ég sakna meira að segja Evu og við búum saman. Ég er sorgmædd og alveg hundleiðinleg. En í dag er ég samt glöð. Ég er glöð af því að:
- Ég fær bráðum nýja skyrtu til að vinna í og þarf ekki að líta út eins og útkeyrð kona sem var upp á sitt besta 1940.
- Ég fékk ferskjujógúrt í morgunmat
- Ég er búnað finna bók að lesa
- Rigningin er svo yndisleg
- Og sundlaugin er búin að opna
Eva vinnur eins og berserkur í gamla bænum enda vantar okkur óhreinatauskörfu, ég er búnað þurfa að þvo 2 þvottavélar síðan við komum til þess að þetta fari ekki útum allt.
Annars þá hef ég hugsað mér að hætta þessum skrifum í dag og halda áfram að lesa bókina mína.
kv.
Þuríður lobbímær

<< Home