þriðjudagur, júlí 13, 2004

It´s been 7 hours and 15 days

Hef aldrei verið svona þreytt á næturvakt áður.
Búin að öllu... það er að þrífa skítinn eftir einhverja 1000 túrista sem ákváðu að leggja leið sína á þetta blessaða hótel í dag. Allt orðið alveg tandurhreint. Blettirnir farnir af gólfunum, kúkarendurnar farnar úr klósettunum og ekki ein dauð fluga lengur í húsinu... nema kannski í ruslatunnunni.
Hér er algjör þögn fyrir utan smá hljóð í Bylgjunni sem er að spila Á móti sól lag fyrir mig. Ég verð ævinlega þakklát fyrir það.
Fer að sofa eftir 1 og 1/2 tíma og þarf að vakna eftir 9 tíma og mæta í vinnuna eftir 9 og 1/2 tíma. Skemmtilegt nokk.
Sögur úr sveitinni??? Jah... þær eru nú eiginlega bara engar. Marta er búin að vera hérna í viku og er að fara á morgun og svo kom Alex frændi í gær. Það er allt saman held ég. Fyrir utan það að ég elska nýju jarðböðin. Þau eru BEST. Mér áskotnaðist árskort og held að ég muni nota það óspart þar til ég fer til landsins fjarlæga.
Yndislegt er orð dagsins.

kv.
Þuríður