Jesús Pétur Kristján!
Hér er ofurveður!
Núna er hitinn reyndar bara 14 gráður en í gær og fyrradag fór hitinn í 26 stig báða dagana. Ég auðvitað í fríi eins og eiginlega allar helgar í júlí og er búin að grilla sjálfa mig. Sit út í garði og horfi á þýska túrista steikjast undan flugnanetum sem þeir ganga með á hausnum. Það er auðvitað mesta vitleysa því flugurnar drepast í svona hita. Labba þarna um þessir djö.. túristar í drasl flíspeysum og segja ekkert nema wunderbar! Það þýðir reyndar að þeir séu ánægðir en mér þarf samt ekki að líka við þá. Ég er búnað vera núna upp í böðum í fjóra klukkutíma og er alveg vel soðin. Þetta er alveg wunderbar. Gleymdi svo alveg að ég ætti að leysa Svandísi af í mat þannig að hún er núna fyrst að fá að borða... frábært!
Ætla að kveikja á viftunni...
kv.
Þuríður
Hér er ofurveður!
Núna er hitinn reyndar bara 14 gráður en í gær og fyrradag fór hitinn í 26 stig báða dagana. Ég auðvitað í fríi eins og eiginlega allar helgar í júlí og er búin að grilla sjálfa mig. Sit út í garði og horfi á þýska túrista steikjast undan flugnanetum sem þeir ganga með á hausnum. Það er auðvitað mesta vitleysa því flugurnar drepast í svona hita. Labba þarna um þessir djö.. túristar í drasl flíspeysum og segja ekkert nema wunderbar! Það þýðir reyndar að þeir séu ánægðir en mér þarf samt ekki að líka við þá. Ég er búnað vera núna upp í böðum í fjóra klukkutíma og er alveg vel soðin. Þetta er alveg wunderbar. Gleymdi svo alveg að ég ætti að leysa Svandísi af í mat þannig að hún er núna fyrst að fá að borða... frábært!
Ætla að kveikja á viftunni...
kv.
Þuríður

<< Home