miðvikudagur, júlí 21, 2004

Opinbert skammarbréf til karldýra þessa heims!

Við vinnu mína í nótt hef ég komist að þeirri niðurstöðu endanlega að baðherbergi karldýra eru mun ógeðslegri heldur en baðherbergi kvendýra. Svo ég byrji nú á byrjuninni þá er ég nú orðin einstaklega fær í að þrífa klósett, vaska og spegla og er búin að gera það á næturvöktum undanfarna tvo mánuði. Á hverri næturvakt byrja ég alltaf á því að þrífa baðherbergi kvendýra. Þar eru fleiri klósett, speglar og vaskar, nánar tiltekið þrennt af hverju. Þau þrif taka mig um korter og eru lítið mál. Næst taka karldýrabaðherbergin við. tvö klósett, þrjár hlandskálar, þrír vaskar og þrír speglar. Speglarnir eru eins og karldýrin (þessir 700 sem hafa norið baðherbergið þann daginn) hafi tekið á sér andlitið eða hvaða líkamspart sem er og kreist úr því allan gröft sem mögulega fæst úr þeim parti líkamans sem verið er að kreysta í það og það skiptið. Vaskarnir eru þannig útlítandi að það er engu líkt nema þeir hafi tekið sápuna, dreift henni um allan vask, því næst gripið nokkur skapahár(til að orða þetta fallega) og sett í sápumykjuna því þar eru þau föst! Bara þessi þrif taka mig korter. Næst sný ég mér að hlandkálunum. Þær eru þaktar skapahárum ALLSTAÐAR! Hvað er þetta? spurning um einhverja karlmennsku eða? fariði saman að pissa og teljið svo hver skilur eftir flest hár? PLEASE reynið að minnsta kosti að halda þessu í skefjum. Eftir að þrífa öll hárin og hlandið af gólfinu, er ég nokkurn veginn búin að byggja mig andlega upp til að takast á við sjálf klósettinn. Þar eru bremsuför svo um munar. Aftur... er þetta spurning um að sýna hver gerir flottustu bermsuförin? Ég á ekki til orð. Það eina sem ég vil sagt hafa er: Næst þegar þið farið á klósettið, spáið þá aðeins í það að það mun einhver, fyrr eða síðar, þrífa þetta klósett. Með von um batnandi umgengni.

kv.
Þuríður


p.s. Varðandi útilegu 6-Alkahól, þá er stefnt á þriðju helgina í ágúst, ég er búnað senda þeim sms sem ég er með númerið hjá.