þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Allt að klárast!

Síðasta skip sumarsins í dag
Sba bæklingarnir eru búnir
Öskju bæklingarnir eru búnir
Flestir farnir, hinir að fara...

... nema ég og Eva og Andri og nokkrir aðrir. Í

Fyrrakvöld hringdi síminn hjá mér og það var fólkið á #121 að hringja og þeim fannst svo kalt í herberginu og sögðu að ofninn væri örugglega bilaður. Við Eva hlupum upp á herbergi og reynum að gera við ofninn, en við erum nú kannski ekki alveg réttu manneskjurnar í svona viðgerðir. Við gátum ekkert fyrir fólkið gert svo við buðum þeim bara að sofa í öðru herbergi. Daginn eftir kenndi pabbi mér svo að gera við ofna. Í gærkvöldi hringdu þau aftur og sögðu að ofninn væri aftur bilaður. Ég hljóp til þeirra með viðgerðartöskunna alveg boðin og búin til þess að gera við helvítis ofninn. Nú ég gerði það og hann átti að virka. Málið var bara að það er svona thermostat á ofninum og þegar hitinn í herberginu verður mikill þá hættir hann að hita. Ég sver það að það var gufubað í herberginu... Ég veit ekki alveg afhverju mér fannst þetta frásagnarvert..

kv.
Þuríður