Í gær var kveðjupartý fyrir Hædí. Ég gruna hana um að hafa bleytt Jakob með einhverju lítrum af vatni þar sem hann var alsaklaus sofandi í rúminu sínu. Annars veit ég það ekki því ég fór mjöhög snemma að sofa. Samt ekki nógu snemma.. ég er á morgunvakt og ég er alveg hrikalega þreytt. 27 dagurinn í röð sem ég er að vinna.
Erum að hugsa um að fara til Húsavíkur í kvöld á rokktónleika, meðal hljómsveita sem spila þar er Douglas Wilson, Múskat og The Nevolution. Það verður örugglega gaman. Kannski verður gaman bara að fá smá krydd í tilveruna.
Twiggy er kona sem kom á hótelið um daginn, hún kom seint um kvöld og talaði bjagaða íslensku. Hún bað um herbergi, fékk það og spurði svo hvort við hefðum eitthvað á móti því hvort "vinur" hennar kæmi í heimsókn í svona klukkutíma. Ég sagði bara jájá, enda nokkuð sama hvað fólk gerir á herbergjum sínum. Hún fór upp og "vinurinn" kom. Hann kom niður stuttu síðar vel fullnægður á svip samkvæmt heimildum frá næturverðinum. Um morguninn kom hún eftir að morgunmaturinn lokaði, en Marta sá einhverjar aumur á henni og stjanaði í kringum hana alveg í fjörutíu mínútur. Svo vappaði hún hérna um, en hvarf skyndilega og lykillinn að herberginu hennar fannst inná almenningsklósettinu. Sem sagt hún stakk af án þess að borga herbergið sitt, sem hún hafði fengið á góðum afslætti. Ekki nóg með það heldur þá fór Twiggy ekkert úr sveitinni, nei nei, hún skrapp bara í sund, fór svo og kíkti á lónið og var svo í gamla bænum um kvöldið. Marta og Maríjon sáu hana og hvorug þeirra fattaði að skipa fröken Twiggy að koma og borga herbergið sitt... Dem... Svona fólk... Var samt að spá í að hringja aðeins um sveitina og athuga hvort hún hefði gist annarsstaðar því kenningin mín er sú að hún fari á milli hótela og sleppi því að borga allsstaðar því þetta var alveg svakalega pró hjá henni. En allavega.. ef þið sjáið Twiggy þá á ég ýmislegt vantalað við hana.
kv.
Þuríður
Erum að hugsa um að fara til Húsavíkur í kvöld á rokktónleika, meðal hljómsveita sem spila þar er Douglas Wilson, Múskat og The Nevolution. Það verður örugglega gaman. Kannski verður gaman bara að fá smá krydd í tilveruna.
Twiggy er kona sem kom á hótelið um daginn, hún kom seint um kvöld og talaði bjagaða íslensku. Hún bað um herbergi, fékk það og spurði svo hvort við hefðum eitthvað á móti því hvort "vinur" hennar kæmi í heimsókn í svona klukkutíma. Ég sagði bara jájá, enda nokkuð sama hvað fólk gerir á herbergjum sínum. Hún fór upp og "vinurinn" kom. Hann kom niður stuttu síðar vel fullnægður á svip samkvæmt heimildum frá næturverðinum. Um morguninn kom hún eftir að morgunmaturinn lokaði, en Marta sá einhverjar aumur á henni og stjanaði í kringum hana alveg í fjörutíu mínútur. Svo vappaði hún hérna um, en hvarf skyndilega og lykillinn að herberginu hennar fannst inná almenningsklósettinu. Sem sagt hún stakk af án þess að borga herbergið sitt, sem hún hafði fengið á góðum afslætti. Ekki nóg með það heldur þá fór Twiggy ekkert úr sveitinni, nei nei, hún skrapp bara í sund, fór svo og kíkti á lónið og var svo í gamla bænum um kvöldið. Marta og Maríjon sáu hana og hvorug þeirra fattaði að skipa fröken Twiggy að koma og borga herbergið sitt... Dem... Svona fólk... Var samt að spá í að hringja aðeins um sveitina og athuga hvort hún hefði gist annarsstaðar því kenningin mín er sú að hún fari á milli hótela og sleppi því að borga allsstaðar því þetta var alveg svakalega pró hjá henni. En allavega.. ef þið sjáið Twiggy þá á ég ýmislegt vantalað við hana.
kv.
Þuríður

<< Home