föstudagur, ágúst 06, 2004

I'm not in love, it's just a phase that I'm going through...


Já... Eva hér... á næturvakt í lobbýinu! Og haldiði ekki að það sé verið að blasta þetta líka svakalega lag hérna á Bylgjunni!!! Úff... ætlar þessi gaur aldrei að fatta að hann er EKKI kúl... hei Enríke... séns að fatta að þú ert át!?!
Fokk hvað þessar næturvaktir eru eitthvað óspennandi! Þurí gamla er veik og ég í góðmennsku minni tók næturvaktina hennar. Ég kvíði ólýsanlega fyrir því að hengja upp fánana eftir 2 tíma... ég nebbla er ekki mikill skáti í mér einsog ef til vill hefur komið fram áður og einusinni var ég klukkutíma að reyna að fatta hvernig maður hengir upp fána... endaði með því að flækja sjálfa mig fasta og fáninn var fastur niðri og hékk á hvolfi! Þannig að sjáum til hvernig mér gengur að hengja upp 5 fána!
Það er ekki mikið markvert búið að gerast hér síðan hálf 12, eiginlega bara núll! Engir draugar ennþá og engir útilegumenn að berja á gluggana í leit að fæði! Ég verð að segja að ég er frekar svekkt. En ekki er öll nótt úti enn, þó það sé reyndar orðið bjart úti.
Já... bla, á ég kannski að fara að segja e-h af viti... t.d. það að ég hef tekið þá drastísku ákvörðun að drulla mér í skólann í haust. Eftir allar yfirlýsingar mínar að ég ætlaði sko allgerlega ekki í neinn helvítis skóla strax... komst svo að því að það var meira vesen að leita sér að vinnu heldur en að fara bara í skóla! Þannig að eftir nákvæmlega mánuð verð ég orðin löggildur háskólanemi og verð að fara að haga mér sem slíkur. Er að hugsa um að byrja að ganga með gleraugu og með sixpenser á hausnum, í brúnum flauelisjakka, með gamla snjáða leðurtuðru og horfa hugsandi útí loftið á milli þess sem ég tek upp litla vasabók og skrifa eitthvað í hana með útnöguðum gulum blýantsstubbi! Svo verð ég eiginlega að gerast vinstrisinnuð og láta mig umhverfismál miklu skipta. Helst þyrfti ég að verða það heiftarlega vinstrisinnuð að það jaðri við öfga kommúnisma, vitna í Marx og Lenín í tíma og ótíma... humm... verð að fara að vinna í þessari nýju ímynd minni sem fyrst ef þetta á að nást í tíma!
...ætla að fara að sörfa á e-bay að reyna að redda mér átfittinu til að byrja með..
sæl að sinni
-Eva