föstudagur, janúar 21, 2005

Ég er með einhvern hnút í maganum fyrir þetta þorrablót. Þetta verður eitthvað skrítið, eitthvað öðruvísi. Veit ekki... held að það verði ekkert vesen, en öðruvísi að einhverju leiti. Ég skemmti mér vel á Þorrablóti, það hef ég alltaf gert. Nú er spurningin bara hvort ég finni einhverja larfa til að vera í.

Ég er búin að hafa svo mikinn tíma hérna til að hugsa að það er alveg hreint ógeðslegt... hugs hugs hugs... fólk kemur samt til með að verða fyrir áhrifum alls þess hugs sem er búið að vera í gangi í hausnum á mér. Jah sko.

Kem heim á sunnudagskvöld og á að mæta í vinnuna á mánudag. Fjúffs ég hlakka til :D