þriðjudagur, janúar 25, 2005

Hélt í gær þegar ég reyndi að vakna að ég væri föst við rúmið mitt. Var svooooooo sybbinn og sængin mín var svog góð. Komst loksins á lappir og fór í vinnunna. Í gær keyptum við mamma svo uppáhalds múslíið mitt til að athuga hvort það myndi geta lokkað mig fram úr rúminu... það auðvitað virkaði ekki og enn á ný er ég að vakna alveg hrikalega seint!

Ég hlakka samt ekkert smá til að fara að vinna. Það var svo gaman í gær! :) ég spilaði og púslaði, söng og las og fór í stórfiskaleik. Ekki leiðinlegt að vinna við að leika sér. Það er samt ógeðisveður og ég er ekki alveg í fíling til að labba í vinnuna. Vona bara að mamma komi heim í hádeginu og ég fái far með henni. Ég og strætó erum ekki alveg kúl.

Annars er bara spurning hvað ég get tekið mér fyrir hendur restina af deginum. Vinnan er ekkert alltof mikil sko. Ég ætla allavega að reyna takmarka tímann sem ég ligg upp í þessa ágætis rúmi mínu.