miðvikudagur, janúar 05, 2005

Kl 08:30 5.janúar 2004

Afi gsm hringir

Afi:"Þuríður mín, ég er fyrir utan og við erum að fara á spítalann, læknirinn ætlar að lækna þig í dag"

Hvur andsk... vekja mig með þessu... jæja druslaðist í einhverjar spjarir og stökk til læknisins SEM SJÚKDÓMSGREINDI MIG! vúhú!!!

Jæja, búnað fara til læknis og hann hefur komist að niðurstöðu. Sem betur fer, ekki besta tilfinning í heimi að vera veik og vita ekki afhverju. En þetta er allt saman komið á hreint og nú er bara að byrja viðeigandi meðferð. Sem er algjör hvíld í tvær vikur og engin auka áreynsla næstu mánuðina. Amma sagði að ég mætti ekki einu sinni strauja... hehehe ég held að það hafi nú bara verið til að pirra mömmu. Sem sagt í 2 vikur þá geri ég ekkert, jah allaveg ekkert svakalegt. Ég má fara út og ég smita ekki fólk, en orkan leyfir hinsvegar örugglega ekkert mikið.
Fer að hugsa mér til hreyfings bráðlega og er að hugsa um að fara aðeins í sveitina, enda er ég að verða komin með alvarleg fráhvarfseinkenni. Kannski ekki strax, en eftir svona 10 daga, ætla að slappa þar af í svona viku og fara á Þorrablót og sonna :) Fólkið í kringum mig græðir á þessum veikindum mínum því ég verð örugglega bílstjóri næstu vikurnar.

Það á einhver afmæli í dag sem ég þekki, ég man bara ekki alveg hver... en allavega -til hamingju :) -

Ætla að halda áfram að reyna að kansellera flugförum, mér líkar ekki við British airways af einhverjum ástæðum..