sunnudagur, febrúar 20, 2005

Á föstudaginn ákvað óprúttinn maður að kýla Evu mína á kofanum. Hann fékk það margborgað. Ég skil bara ekki hvernig honum datt það í hug, Eva er svo lítil og mjó að ég er eiginlega bara hissa að hún skuli ekki hafa flogið í burtu þegar hún fékk höggið. Ég var brjáluð og Andri og Hædí og Birgir og allir sem voru þarna. Vitaskuld var ég að keyra skódann svo eftir að við vorum öll sæmilega búnað jafna okkur, komum við við (já..þetta er ekki vitlaust) á BSÍ í tjikkenbúrger.
Í gær hinsvegar fór ég á grandrokk tónleik með vinkonu, og ég átti hreint út sagt fullt í fangi með kellinguna, ég leit af henni í smástund og þá var hún komin með einhverja svisslendinga upp á arminn (Lucas og Matthew...) 10 mínútum eftir það varð einhver aumingjans Guðmundur fyrir barðinu henni út á götu. Samt gjörsamlega hilarious!
Akkúrat vika þangað til ég fer í sveitina, ætla næsta mán eða þri. Er búnað panta miða í leikhús á föstudaginn þannig að ég held að málið sé að vera hérna...