sunnudagur, mars 13, 2005

Ég vann í 16 tíma á föstudaginn, fann það út að ég er ennþá vel fær á bar. Ekki leiðinlegt, setti mér líka sölutakmark og náði því, það er alltaf gaman.

Töfraði unga menn uppúrskónum á föstudagskvöldið, fékk ástarjátningar, bréf og símanúmer. Það var ekkert leiðinlegt heldur. Næst þegar það er partý hjá þeim þá langar mig ekki að vinna heldur skemmta mér með fólkinu. En ég held einhvern veginn að það sé fjarlægur draumur.

Aðrir ungir menn (NB ekki þeir sömu) úrskurðuðu mig leiðinlega þegar ég sá mig tilneydda til að loka barnum klukkan 05:00. Aðdáendur mínir breyttust skyndilega í dyraverði og komu leiðindafólkinu út. Svo þurfti ég að koma aðdáendunum út, sem allir kvöddu mig með kossi og voru svaka krúttlegir.

Svo þreif ég gamla bæ hátt og lágt, alveg eins og ég fengi borgað fyrir það. Ég hlýt nú að fá eitthvað borgað... og meira að segja Tóta frænka var bara svaka ánægð þegar hún mætti í vinnunna á gamla nokkrum tímum síðar.

Hvíldi mig aðeins og mætti síðan aftur í vinnunna á laugardag, þar gat ég hinsvegar ekki staðar numið, fór á vélsleðaball í Skjólbrekku sem er eiginlega ekki frásögufærandi svo slæmt var það. En ég ríjúnætaði með Soffíu það var gaman, og það reyndu 17 ára strákar við okkur sem rifjaði bara upp gamla tíma.