fimmtudagur, mars 10, 2005

Þriðjudag og miðvikudag voru gervifrídagarnir mínir, vaknaði með eitthvað ógeð á vörinni um daginn og hentist í dauðans ofboði til læknis í gær, skíthrædd um að fyrri sýkingar og veirur væru að herja á mig aftur. Læknirinn hinsvegar staðfesti að ég væri með munnangur og varaþurrk og sagði mér að kaupa varasalva. Ja hérna hér... Ég keypti sem sagt Aloe Lips og er smooth sem aldrei fyrr.
Síðust tveir gervifrídagar voru æði, þar sem ég vann báða dagana fyrir utan hendingskastið til Akureyrar. Er búnað vera að plana frípartý fyrir kvikmyndaliðið sem verður í gamla á föstudag og örugglega í fyrsta skipti í sögu gamla bæjar er hann formlega opinn til 03:00 Merkilegt nokk. Þar verður diskó og svaka gaman, ég hlakka nú bara hálfpartinn til að fá smá líf hérna á hjara veraldar.
Fólkið sem er hérna, þ.e. leikarar og leikstjórinn og svona er held ég alveg frægt þótt það sé ekkert frægt á Íslandi. Jah, við vitum allavega öll hver Ron Pearlman er, hann er aðalhlutverkið, leikstjórinn er Larry Fessenden (glasseyepics.com) hann hefur gert fullt af sniðugu dóti líka. Ron og Larry rífast síðan um það á síðkvöldum hvort þeir halda meira upp á mig eða Gunna... hehehe þetta er bara gaman. Hvað segiru sigrún er útflutningspartý í Breiðholti um helgina???