föstudagur, apríl 08, 2005

Mörgum vikum síðar....

Stödd í Reykjavík, er að leggja af stað norður eftir akkúrat tvo og hálfan tíma. Ætla að keyra með karli föður mínum og það verður örugglega yndislegt.

Er svoldið heilaskemmd eftir gærkvöldið þar sem óprúttinn LastWinter maður dró okkur Evu og fleiri ungar snótir með sér á KIss FM kvöld á Pravda, Hædí varð geðveik eftir hálftíma og fór en við meikuðum þetta nú svo sem svona alveg nokkurn veginn framan af. Tala samt sem áður ennþá óeðlilega hátt og geðveikislegur taktur hringlar í hausnum á mér.

Annars hefur lífið alveg gengið sinn vanagang. Ég er kannski búin að versla aðeins meira heldur en eðlilegu fólki sæmir, en það er bara gott og fataskápnum mínum líður afskaplega vel. Er búin að stunda kaffihús og skemmtistaði borgarinnar bara þónokkuð vel og er búnað sinna vinum og vandamönnum af bestu getu óléttum og ekki óléttum. Þannig að borgarferð þessi hefur ekki alveg verið einskis nýt.

Er að reyna að pakka niður, það er pínu erfitt þar sem ég veit ekki alveg hvort ég er að pakka niður fyrir 3 daga, 3 vikur eða 3 mánuði, langar að taka allt sem ég á með, en það myndi sennilega fylla bílinn svo ég geri það ekki. En langar að koma aftur, stefni að því að vera hérna aðeins í byrjun Maí, litla systir í samræmdu og svona, maður verður nú að endurgjalda veittan stuðning síðasta vor.

En jæja, Mývatn kallar, Reykjavík kveður, kem til með að sakna ykkar elsku fólk. Hugsið til mín og reynið að muna símanúmerið mitt :*