þriðjudagur, júlí 26, 2005

Ég er búin að vera í starfi mínu sem lobbípíka núna samtals í 11 mánuði, ekki samfellt en svona lala... allavega það sem er merkilegast við þetta allt saman eru allir þessir ótrúlegu hæfileikar sem maður þróar með sér í þessu starfi. Til dæmis það að geta skilið öll tungumál, að minnsta kosti veit ég hérumbil alltaf hvað fólk er að spyrja um sama hvort það er rússneska, þýska eða ítalska, þegar fólk labbar líka hérna að deskinu mínu veit ég hérumbil alltaf hvað þau vilja, hvort þau vilja tjékka inn, eða hvort þau eru vitlausir túristar sem halda að ég sé upplýsingamiðstöð.

Í gær skipti ég við Sverri... hann var lobbípíka og ég var yfirþjónn... það var fínt, svo fínt að ég spurði hvort ég mætti gera það aftur í kvöld. En samstarfsmenn Sverris neituðu og sögðu að ég væri leiðinleg. Tjah mar spyr sig! Ég lét þær sennilega bara vinna of mikið. Þær eru vafðar í bómull þessar elskur af honum Sverri.

Er að ganga frá mér í vinnu, búin að sofa samtals 7 og hálfan tíma síðan á sunnudag, þessum hálfa náði ég í dag á milli aukavaktar og aðalvaktar, það var besti lúr í heimi!

Fótbolti og frisbí á fimmtudaginn og hairdo day á föstudaginn...