föstudagur, júlí 08, 2005

jæja... í fyrra var Douglas Cooper, ríki hóteleigandinn frá Bretlandi sem bauð mér til sín í viku, hann ætlaði að sína mér London. Núna var það annar ameríkani, sem bauð mér ekki bara til sín, heldur fannst ég frekar vænt eiginkonuefni líka. Þetta var frekar dúbíus. Hann kom hérna niður um miðnættu og fór upp fyrir svona tíu mínútum síðan, búinn að hanga hérna í fimm tíma yfir mér og spjalla. Mér var farið að finnast þetta svoldið grunsamlegt og var jafnvel farin að efast um að hann líktist svoldið Jamie Harrold félaga mínum úr Last Winter. Það var svoldið skrítið. Hann bauð mér til Hawaii í vetur. Ekki slæmt boð það, en hann var orðinn svoldið undarlegur, ræddum trúmál og annað slíkt, ég búin að koma hringnum fyrir á baugfingri ef allt myndi fara til fjandans, enda var það það sem bjargaði mér að lokum. Ég veit að þetta meikar ekki sens, enda er ég orðin stjörf af þreytu. Hlakka til að sofa eeeeeendalaust. Mér finnst samt magnað hvað hann og Jamie eru líkir....
En var að spá í glyðru teiti í Mývatnssveit, spjallaði við Eve og okkur líst best á helgina 22-24 júl, það er nógu langt þangað til og allir ættu að geta reddað sér einhverskonar fríi. Ég er tildæmis í einhverskonar fríi.
Anyways.... good night sleep tight....