mánudagur, júlí 04, 2005

Var að bera töskur fyrir einhvern VIP snobb spánverjahóp. Ég var að vona að þeir myndu fyllast samviskubiti þegar þeir sæju þessa litlu písl sem ég er bera þessar risastóru þungu töskur. En nei, þeir héldu bara áfram að vera harðbrjósta og snobbaðir og ég er ógeðslega þreytt í höndunum. Mér finnst samt gaman að hitta allt þetta fína lið sem kemur hingað svo lengi sem það sýnir okkur starfsfólkinu enga vanvirðingu (þá er nú skemmst að minnast indverjanna sem litu á Jónas greyið sem stéttleysingja og létu hann bera krydddollur fyrir sig....) En þau eru oft skemmtileg og eyða oft fullt fullt fullt af peningum og það er líka gaman.
Er að fara í frí :) það er veeeel þegið. Á morgun ætla ég með Helinu til Akureyrar, og svo ætlum við að keyra á skagaströndina og á Siglufjörð og svona. Ég hef aldrei komið þarna svo það er um að gera.... mig langar líka svo mikið að keyra Eyjólf....

p.s. ég held að það sé Bó Hall þáttur á rás 2 :)