laugardagur, júlí 09, 2005

Við lobbífólk höldum dagbók, hún er til þess að koma skilaboðum á milli vakta og til að minna okkur á allskyns hluti, oft er hún frekar skondin svona eftirá að hyggja. Hér eru nokkur gullkorn...

- 7. mars: Joanne á vegeterian hot dogs í ísskápnum...

- 20. maí: fólkið með kælidótið í ísskápnum í hillu 2 er búið að skila fuglabókinni

- 25. maí: í dag er 25. maí og ég er ekki búin að gera skít

- 30. maí: flísarnar eru bilaðar á #127

- 7. júní: ég þakka fyrir mig á þessir dýrðlegu næturvakt. Hún hefur verið einstök að því leiti að hér kl02:30 birtust 2 afskaplega myndarlegir spánverjar sem ég seldi samlokur og kók. Svaka sætir! Allt eins og venjulega nema bróðir hans jóns kom á rútu kl 04:00 og fór á klósettið og fékk vatn.

- 9. júní: láta fararstóra hópsins vita að handverskhúsið sem hann er búinn að vera að leita að, er í jökuldal

- 10 júní: Spakmæli dagsins! dugandi konu kaupir enginn of dýrt...

- 15. júní: muna að staðfesta staðfestinguna á staðfestingunni...

- 25. júní: fótbolta enthusiast ætlar að fá að horfa á tellíið uppi, bannaði honum að kaupa herbergi til þess eins

- 1. júlí: Hjálmar eru inná gamlabar, tónleikar fram eftir kvöldi (tekið skal fram að gamlibar er svona 2 fermetrar)

- 9. júlí: hvar eru hjólalyklarnir??? ÉG ER BRJÁL!

já þetta er oft skrautlegt, fullt af einkahúmor en engu að síður stórgaman! Strákarnir eru ekki eins duglegir í dagbókarskriftum eins og við frænkurnar, enda erum við hálfmanískar hérna varðandi þetta....

Síðari næturvakt að ljúka, guði sé lof.... engin næturvakt aftur fyrr en næsta föstudag :) þessi var svo sem ekkert alvarlega viðburðarík, var búin að öllu klukkan þrjú, þrátt fyrir alveg gjörsamlega viðbjóðsleg klósett. Komst að því áðan með einstökum útreikningum að ég er í fríi næstum því alla versló, spurning hvað maður á að gera þá.... fyrstu helgina í ágúst, er ég svo í algjöru fríi. Vá mér finnst ég bara vera alltaf í fríi :)