föstudagur, júlí 01, 2005

Well well... Here we go again!
Heyrði aðeins í Roskilde förunum í gær, skilst að það sé heljarinnar fjör, nema það er víst einhver belja þarna sem fer í taugarnar á yndiskonunum. Djö marr... vildi að ég væri með þá myndum við Eva hakka hana í okkur, enda ekki þekktar fyrir neitt minna en það ;)

Vaknaði ekki fyrr en 18:00 í dag, það var svo sem alltílagi, ég þurfti alveg á svefninum að halda. En samt frekar leiðinlegt að vakna svona seint! Allur dagurinn búinn... ætlaði í langan göngutúr og alles! Það eru samt litlar líkur á að það gerist fyrr en í fyrsta lagi á laugardag því núna er það bara sofa og vinna næstu daga. Ég er svo í skýjunum yfir vaktatöflunni í júní (þótt ég sé á næturvöktum eiginlega allar helgar) ég og Helina erum alltaf saman í fríi, svo draumurinn rætist. Ég og Eyjólfur getum sýnt henni Ísland eins og það leggur sig. Ætla að taka norðausturhornið hérna í júlí og ágúst, og svo gullna hringinn bara í september. Nenni ekki með hana vestur, ég hef ekkert þangað að sækja endilega. Sendi hana bara þangað í september og lætu Maríu og Mörtu sjá um hana, þori að veðja að þær hafa ýmsilegt að sýna henni....

Jæja ég er að hugsa um að taka þetta með trompi bara í kvöld, dunda mér og láta allt skína svoooo fallega þegar ég er búin. Á meðan ætla ég að láta hugann reika til Roskilde...