miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég er í svo þungum þönkum yfir því einu að vera á næturvakt að ég get ekki komið neinu í verk, allavega ekki ennþá. Er búin að vera hérna í 1 og hálfan tíma og er búin að afreka það að hanga á netinu í klukkutíma og fella þessar 10 lykkjur af erminni hinni til að klára hana. Sem þýðir að ég á bara eftir búkinn af peysunni góðu sem ég byrjaði á í febrúar. En að sökum þessara þanka er ég ekki einu sinni byrjuð á þessum blessaða búk. Mig langar helst að standa út í óveðrinu og leyfa mér að fjúka með. Tilvistarkreppan núna felst í því að annar hvort ég ég eftir 1 næturvakt eða 5... vona samt innilega að þetta sé bara 1 þetta fer alveg svakalega í sálarlífið mitt.

KEM HEIM EFTIR 12 DAGA!

Er búin að fá drög að stundarskrá og það lítur út fyrir Marta mín að ég verði alltaf í hádegiskaffi hjá þér fram að áramótum. Ertu ekki bráðum að fara að hætta að vera svona ólétt??