þriðjudagur, október 25, 2005


Við áttum stórkostlegan dag í gær. Ég, Eva og Alma urðum óðar kvenréttindakonur niðrí bæ, tókum þátt í göngunni og fórum á fundinn á Ingólfstorgi þar sem okkur leið eins og sardínum í dós. Að lokum tókst okkur þó að komast út af torginu þar sem við vorum nær dauða en lífi sökum svakalegs kulda sem herjaði á okkur. Leituðum í lengri tíma að kaffihúsi og enduðum svo á ógeðisstaðnum Dillon af öllum stöðum, það var eina kaffihúsið í öllum miðbænum þar sem var laust sæti. Vorum þar ásamt 2 kellingum. Skemmtilegt. Fórum síðan og borðuðum dásemdarmat á Ítalíu. Mér fannst dagurinn í heild sinni frábær. Þó svo maður viti ekkert hverju þetta skilar þá er gaman að sjá samstöðuna hjá öllu þessu fólki. Ömurlegt að heyra af vinnustöðum þar sem fólki var bannað að fara, en frábært að heyra af hinum mikla meirihluta sem studdi íslenskt kvenfólk til að leggja niður vinnu sína kl 14:08

Að öðru, systir mín litla er niðri að æfa jólalögin á klarinettuna sína. Mér finnst það bara ekki flott. Ég er ekki í gríninu skal ég segja ykkur. Fer norður á morgun :)