mánudagur, janúar 30, 2006

Held að Bergþórugatan hafi einhver undarleg áhrif á okkur sambýliskonurnar. Erum að eyða kvolití tæm saman núna í ljósi þess að við höfum ekkert hist síðan á föstudag. Eva að vinna þegar ég er sofandi og öfugt.

Þurfum að eyða morgundeginum algjörlega frá morgni til kvölds til ýmissa heimilisverka. Fröken Eva á að mæta í skólann klukkan 9:40 og þá skilst mér að ég eigi að fara í uppvaskið. Þurfum líka að færa lögheimilið okkar og fleira. Shit hvað við verðum busy, svo neyðumst við til að fara í Bónus í ljósi þess að það er EKKERT í ísskápnum okkar nema eitthvað dónalegt. Erum að fá frænku gömlu í mat annað kvöld og aðra gamla frænku í heimsókn seinna um kvöldið til að skoða slotið. Þar sem Bergþórugötukjallarinn er gjörsamlega á hvolfi þá neyðumst við líka til að eyða smá tíma í að taka til og þrífa og svonna... verst hvað við erum ógeðslega latar.

Í þetta fer fyrsti frídagurinn minn í viku. Flott.

Sé fram á að búa til þrifplan hér eftir, þeas um leið og við verðum búnar að hengja upp skilaboðatöfluna okkar.... sem verður samt þrifplanstafla.

Alma, Sigrún, Ásgeir, Marta, Margrét og allir hinir!! hvar eruð þið krúsídúllurnar mínar, ég sakna ykkar í botn.

Mér líður eins og ég sé á milli tveggja lífa....