fimmtudagur, apríl 27, 2006

Samkvæmt´læknisráði var ég í fríi í dag, til þess að kvefið drepi mig nú ekki. Mætti galvösk á HNE í morgun og fékk þessar fréttir. Versta er að mér finnst ekkert vera að mér, ég er búin að vera svona svo fáránlega lengi að fyrir mér er þetta kvef, slen og ógeð bara orðið eðlilegt.

Aaaanyways, búin að nota tímann svaka vel, þvo föt, setja á mig maska, raka líkama, fara í bað, klippa táneglur... mmm dásamlegt. Ég kem alveg endurnærð eftir þennan frídag og tilbúin í helgina svakalegu sem er framundan.

Vinna, fararstjóraþjálfun og önnur skemmtan...




Hvað var aftur plan helgarinnar??? það var eitthvað sem ég ætlaði alveg örugglega að gera...