fimmtudagur, nóvember 30, 2006

úfff á ég að trúa því að enn ein helgin sé að byrja? jah... það er allavega farið að síga vel á seinnipart fimmtudags... í dag eru akkúrat 2 vikur í fyrsta próf :S prófstressið er að ná mér held ég...

skilaði allavega lokaverkefninu í morgun, kennslu samt ekki lokið! það var nú eftir mér að velja raunvísindadeild, enda er það deildin sem byrjar víst fyrst og endar síðust... fuss og svei!

Annars er ég bara að lesa meira um sjálfbæra þróun, það getur alveg verið áhugavert ef ég gleymi bara hinum þrjúhundruð blaðsíðunum sem ég á eftir að lesa um sjálfbæra þróun...


bleeee