þriðjudagur, janúar 30, 2007

Hugleiðingar í upphafi viku...


jæja eftir að hafa fengið námskvíða kast og svona almennt kvíðakast fór ég í heimsókn til námsráðgjafa og saman ákváðum við að ég myndi skrá mig úr tölfræðinni, mikill léttir er það að vera ekki lengur skráð í þessa vitleysu, svo er líka frí í skólanum á mánudögum ;) er búin að eiga góðan dag með sjálfri mér, taka til, þrífa, læra og þvo smá þvott, og hafa bara allan daginn til þess. Mmmmm fjarnám er kannski bara fínt fyrir mig ..... eeeennn engu að síður þá áttum við stöllur fína helgi. Ekkert vesen, ekkert röfl, engin slagsmál, engin rifrildi og meira að segja á laugardaginn þá töluðum við voða lítið saman, en það varnú bara af því það var svo mikið að gera.

Skólinn á morgun, hressandi, á þriðjudögum er nefninlega alltaf fjórfaldur rekstrarhagfræði tími. Það er hressandi, glósa glósa glósa eeeendalaust.

Ég handþvoði áðan kjól sem má bara fara í hreinsun, vona að hann sé í lagi, ég fór nú mjööög varlega við þetta allt saman....


Hvað kom fyrir OC mér er spurn, Marissa dó og allir dóu með? ég vaaar nú bara að klára að horfa á seríu 3, en þessi sería 4 er nú bara hreinn viðbjóður, ryan greyið er svo asnalegur að við viljum helst að hann deyji líka, summer er farin að mótmæla einhverjum fáránlegum hlutum með undarlegum manni sem kallar sig che og Seth er ekki að gera neitt.... fuss ég ætla ekki að horfa meir á OC, það er klárlega ekki lengur töff, mig langar hins vegar að RúV sjái sig um hönd og endursýni Life goes on, já og Bangsa bestaskinn svona fyrir Jón og Tinnu... hvernig fólk er það eiginlega sem man ekki eftir Bangsa bestaskinn, hann var sýndur á RúV og allt! Mér finnst að allir sem muna eftir baywatch, lilla og ömmu í stundinni okkar eigi líka að muna eftir bangsa bestaskinn.

Afi minn er að verða 75 ára, mér skilst að veislan sú verði á laugardaginn, svo er víst tjútt á laugardagskvöldið, ekki með afa samt, heldur öðru fólki sem er alveg jafn ágætt. Tjútti tjútt, jafnvel kíkja á dj ross and rachel á kofanum ef tjúttið stendur nógu lengi. Það verður samt að koma í ljós bara, tjúttið er orðið þreytt.

En krakkar hvað eigum við að gera í sumar? eigum við ekki öll að bara fara í sveitina?
Ég verð í sveitinni og mér skilst að samvistir við mig séu bara einkar skemmtilegar. Nú þeir sem ætla ekki í sveitina, ætla þeir þá að leysa mig af á kofanum?