þriðjudagur, júlí 31, 2007




Ja hérna hér, vera mín í sveitinni er orðin frekar löng og snjórinn er fyrir löngu síðan allur farinn. Blíðan og góða veðrið er búið að leika alveg þvílíkt við okkur nema kannski í dag akkúrat. Það er rok og ringing, en það þarf víst líka að gerast.

Að frétta? Ég veit ekki, jú ég er flutt á norðurlandið. Það er kannsi mest í fréttum. Ég veit ekki það er gleðilegt bara held ég. Breyta til er alltaf gaman. Komin með íbúð á Akureyri og er að flytja á Arnarsíðu 10 ætla mér að koma suður einhverntímann fljótlega að ná í dótið.

Fórum með ömmu á Gunnarsstaði í fjölskylduferð, svo var auðvitað jónsmessugleði og við vinkonurnar fórum svo til Egilsstaða að drekka fresh Margs með tveimur ungum piltum.

Viku síðar komu góðvinkonurnar hædí og sigrún lögfræðingur í heimsókn, í alveg sannarlega mjög svo blauta helgi.

Það er samt annars lítið að gerast, vinna alveg fáránlega mikið til að græða endalaust af peningum sem gengur misvel, en staðurinn lítur vel út og allir eru glaðir og þá hlýt ég að vera að gera eitthvað af viti. En mikið verð ég nú glöð þegar þessu sumri lýkur, þetta er erfitt til lengdar.

Mig langar að heyra í ykkur elskurnar...