miðvikudagur, ágúst 29, 2007

jah hér,

ég er orðin pínu rugl í kollunum mínum. Síðustu 1 og hálfa viku er ég búin að keyra 1600 kílómetra vinna, læra, koma mér fyrir, fara í brúðkaup og eiginlega bara name it. Allt á fullu. Byrjuð í skólanum já og mikið er það æðislegt! Ánægð með skóla, kennara, stofur, fög, bækur, stóla, borð, samnemendur og alllt sem ég mögulega get verið ánægð með þarna.

Er að fara að gera spennandi hluti, en men það er svo mikið leyndarmál að ég veit ekki alveg.... nei ég má ekki segja. Kemur í ljós.

Kem suður á föstudaginn að verða hálftvö.