sunnudagur, september 02, 2007

Reykjavík er sérdeilis ágæt bara.


Fór í nálastungur á föstudaginn, ég reyndar vissi ekki að ég væri að fara í nálastungur hélt ég væri bara að fara í einhverjar svona grasalækningar, næringar ráðgjöf sem ég reyndar fékk líka. Svona til að losna við húðmeinið... nei nei það endaði þannig að þarna lá ég á bekk með nálar á nokkrum stöðum á líkamanum..


kofakrakkaafmæliskveðjupartý í gær. Ohhhhh hvað það var gaman!! ég fann svo sem líka alvarlega fyrir því þegar ég vaknaði.... jack var inni í hausnum á mér í boxleik, og við ákveðin hljóð og snöggar hreyfingar reiddist jack ennþá meira. Ég lét bara klappa mér og HORFÐI Á FÓTBOLTA hérumbil ótilneydd eða svo. Skildi auðvitað hvorki upp né niður í þessum blessaða leik. Vissi ekki einu sinni hverju ég ætti að fylgjast með svo sem.... ég reyndi bara að horfa á boltann. Annars þá finnst mér það afrek útaf fyrir sig að hafa eitt 90 dýrmætum mínútum af lífi mínu í svona hluti. Ég reyndar efast um að ég fari að leggja það í vana minn að glápa á fótbolta.


Afmælið mitt var svo í dag. Öll fjölskyldan mætti hingað galvösk, ég sagði skemmtisögur að norðan. Ég er ekki frá því nema það hafi verið einhver angi af jack eftir í hausnum, ég var nefninlega svo agalega fyndin og skemmtileg.


Æjæjæj tannlæknirinn á morgun. Finnst ég allt í einu vera með hræðilega skemmdar og ónýtar tennur og er einhvernvegin alveg viss um að tannlæknakonan og þessi tími eigi eftir að vera hræðilegur.



Gestir komnir, gestgjafast jámm....