fimmtudagur, desember 06, 2007

sjúkarhúsvistinni lýkur á morgun.. JESSSS.... ekki það að það sé ekki búið að vera næs að fara í tjöru og kalíum og ljós daglega og láta dekra svolítið við sig...
ég bara á erfitt með þetta aðgerðarleysi...

í gær fórum við í lyftuferð á spítalanum, prófuðum allar hæðir, prófuðum að sitja í lyftunni, standa í lyftunni, vera í hjólastól í lyftunni og svo framvegis... það var sennilega hápunktur vikunnar... eða þegar mér tókst að breyta rúminu mínu í stól... það var líka gaman...

en ég er læknuð, í bili... í tilefni af því ætla ég að skella mér norður á mánudaginn, taka svona eins og 2 jólapróf, koma svo bara heim og fara í allsherjar yfirhalningu, vax, litun, klippingu, strípur... bara name it!

Loksins geng ég eðlilega og þá ætla ég klárlega að láta mér líða vel! Ég get meirað segja valhoppað og snúið mér í hring :)