jæja, nú fer ég að hætta að blogga. Eitt loka blogg.
Ég get ekki sofið. Hugsanirnar halda fyrir mér vöku og það er eins og allt hringsnúist í höfðinu á mér.
Það er svo skrítið með fólk, fólk þarf alltaf einhvernveginn að fá að vita allt. Bláókunnugt fólk spyr hiklaust hvað maður sé að gera, með hverjum maður búi og hvort maður sé trúlofaður. Spurningar sem er í rauninni dónalegt að spyrja fólk að á mínum aldri, mig langar ekkert að segja einhverjum ókunnugum allt um skrautlega háskóla námsferilinn minn, eða flutningana endalausu eða misheppnuð sambönd, sem ég vil ef út í það er farið helst ekki tala um við neinn.
Ég er samt svo ráðalaus. Ég er svo léleg í að segja hvað ég vil. Ekki góð í að koma orðum að því hvað mér finnst, þá sérstaklega um fólk. Ekki nema ég þekki það vel. Að opna mig fyrir einhverjum virðist vera mér lífsins ómögulegt. Mig langar. En það gerist ekkert, annað hvort segi ég ekkert, eða þá ég segi bara bull.
Ég er þreytt, ég er þreytt á endalausu skemmtanalífi og útstáelsi, þreytt á að kynnast nýju fólki útumallt, hérlendis, erlendis og allsstaðar, þreytt á að flytja, þreytt á að búa í ferðatösku, þreytt á að vera ein.
Ég vildi óska þess að ég hefði kjark til að segja það sem mér fyndist þá yrðu hlutirnir strax auðveldari, ég veit það kemur að því að einn daginn þá brýst sannleikurinn og hreinskilnin út, samt kem ég ekki til með að segja allt sem mig langar til að segja. Ég vona bara að það komist til skila. Af því ég veit að um leið og það gerist. Þá verð ég rólegri.
Nýtt ár komið, það er gott. Gamla árið farið, það er ennþá betra. Það er auðveldara að telja í sig kjark á nýju ári. Það er allt svo nýtt og ferskt og virðist auðvelt og framkvæmanlegt.
Takk fyrir að lesa skrifin mín í næstum .. hvað 4 ár.
Takk fyrir mig.
Ég get ekki sofið. Hugsanirnar halda fyrir mér vöku og það er eins og allt hringsnúist í höfðinu á mér.
Það er svo skrítið með fólk, fólk þarf alltaf einhvernveginn að fá að vita allt. Bláókunnugt fólk spyr hiklaust hvað maður sé að gera, með hverjum maður búi og hvort maður sé trúlofaður. Spurningar sem er í rauninni dónalegt að spyrja fólk að á mínum aldri, mig langar ekkert að segja einhverjum ókunnugum allt um skrautlega háskóla námsferilinn minn, eða flutningana endalausu eða misheppnuð sambönd, sem ég vil ef út í það er farið helst ekki tala um við neinn.
Ég er samt svo ráðalaus. Ég er svo léleg í að segja hvað ég vil. Ekki góð í að koma orðum að því hvað mér finnst, þá sérstaklega um fólk. Ekki nema ég þekki það vel. Að opna mig fyrir einhverjum virðist vera mér lífsins ómögulegt. Mig langar. En það gerist ekkert, annað hvort segi ég ekkert, eða þá ég segi bara bull.
Ég er þreytt, ég er þreytt á endalausu skemmtanalífi og útstáelsi, þreytt á að kynnast nýju fólki útumallt, hérlendis, erlendis og allsstaðar, þreytt á að flytja, þreytt á að búa í ferðatösku, þreytt á að vera ein.
Ég vildi óska þess að ég hefði kjark til að segja það sem mér fyndist þá yrðu hlutirnir strax auðveldari, ég veit það kemur að því að einn daginn þá brýst sannleikurinn og hreinskilnin út, samt kem ég ekki til með að segja allt sem mig langar til að segja. Ég vona bara að það komist til skila. Af því ég veit að um leið og það gerist. Þá verð ég rólegri.
Nýtt ár komið, það er gott. Gamla árið farið, það er ennþá betra. Það er auðveldara að telja í sig kjark á nýju ári. Það er allt svo nýtt og ferskt og virðist auðvelt og framkvæmanlegt.
Takk fyrir að lesa skrifin mín í næstum .. hvað 4 ár.
Takk fyrir mig.

<< Home